Jarðvangsvikan 2019 - EGN week 2019.

Jarðvangsvikan er sameiginlegt átak innan netverks Evrópskra jarðvanga (EGN) og er haldið í jarðvöngum víðsvegar um Evrópu og heiminn allann. Fjölbreytt dagskrá er á boðstólum þar sem einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og fjölmargir aðilar taka höndum saman og virkja svæðið og allt það áhugaverða sem á því finnst, með viðburðum sem auglýstir eru í heila viku. Í Kötlu jarðvangi hefst dagskráin þann 27. apríl með árlegu Hjörleifshöfðahlaupi eins og lesa má nánar um hér að neðan, og stendur hún til 4. maí. Haldin verður fræðslu- og skemmtidagskrá 1. maí í miðstöðinni við Þorvaldseyri þar sem möguleiki er á að halda kynningar, fræðsluerindi, og í raun allt milli himins og jarðar.

Allir eru velkomnir að taka þátt í vikunni góðu og geta áhugasamir sent skilaboð á info@katlageopark.is fyrir skráningu á viðburði eða haft samband í síma 862-4066.

Smellið hér til að hlaða niður dagskránni eða skoða í vafra.

Tilboð í tilefni jarðvangsvikunnar - TILBOÐ

ZipLine Iceland í Vík verður með frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna yfir alla jarðvangsvikuna. ZipLine. 

Icelandic Lava Show - 20% afsláttur af sjóðheitri sýningu með kóðanum GEOPARK2019 þegar bókað er á netinu.

Súpufélagið með 20% afslátt af matseðli yfir alla jarðvangsvikuna!

LAVA Centre - 20% afsláttur á sýninguna þegar bókað er á netinu með kóðanum KATLA2019.

Eldstó Art Café með Happy Hour frá kl. 16-18 alla daga og dagleg tilboð af matseðli yfir jarðvangsvikuna.

Sögusetrið verður með frían aðgang á Njálusýninguna 1. & 2. maí. Á staðnum er billjarðborð, píluspjald og axarkast fyrir þá sem þora!

Volcano Huts í Húsadal bjóða upp á ókeypis gönguleiðsögn um Þórsmörk yfir alla jarðvangsvikuna fyrir gesti og gangandi. Nánari upplýsingar á www.volcanohuts.com