Katla UNESCO Global Geopark - Leið til að vera formlegur hluti af sjálfbæru samfélagi!


Vörumerkið 
Katla UNESCO Global Geopark skiptir máli fyrir ferðaþjónustuna innan sveitarfélagamarka Skaftárhrepps, Mýrdalhrepps og Rangárþings Eystra. Í sameiningu geta fyrirtæki á svæðinu gert vörumerkið enn verðmætara um leið og styrkt ímynd sína.
Katlageopark Partnerlogo Teal Nobackground

 

Fyrirtæki innan marka geoparka um allan heim hafa tækifæri til þess að nota merki þeirra til þess að kynna sig. Fyrirtæki sem skrifa undir samning við Kötlu UNESCO Global Geopark fá heimild til þess að nota sérhannað merki Kötlu Geopark enda felast í undirskriftinni áherslur til næstu ára.

Samningurinn byggir á leiðbeiningum fyrir notkun merkis EGN (European Geoparks Network) auk þess sem reglurnar hafa verið aðlagaðar að umhverfi jarðvangsins. Þar er kveðið á um þau skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til þess að nota vörumerkið.

Ávinningur fyrirtækja af samstarfi við Kötlu Geopark er nokkur. Þannig hafa fyrirtæki möguleika á að nota samstarfsmerkið (Proud Partner of Katla UNESCO Global Geopark) auk þess að hafa aðgang að kynningar- og fræðsluefni.

Um leið og fyrirtæki á svæðinu sameinast um að nota merki Kötlu UNESCO Global Geopark sem upprunamerkingu, styrkjum við ferðaþjónustu og framleiðslu á Suðurlandi.fræðsluefni jarðvangsins. Mikilvægast er þó að virk þátttaka fyrirtækja stuðlar að því að viðhalda UNESCO tengingu við svæðið á komandi árum. 


Ávinningur fyrir þitt fyrirtæki og vöru:

-     Notkun á samstarfsmerki "Proud Partner of Katla UNESCO Global Geopark" ásamt "Local Product of Katla Geopark" KGP Local Product Limmidi2

-     Kynning í gegnum starfsemi jarðvangsins bæði innanlands og erlendis.

-     Upplýsingar um vöru/fyrirtækið á heimasíðu Katla Geopark og hlekkur á þína síðu.

-     Námskeið og kynningarefni á vegum Kötlu Jarðvangs.

-     Möguleikar á tengslum alþjóðlegu samstarfi og auglýsingu í árlegu riti Evrópskra jarðvanga

-     Virk þátttaka í því að viðhalda viðmiðum og stöðlum UNESCO fyrir ykkar svæði á komandi árum.

 

Viltu vera með? 

Fylltu út umsóknareyðublað og sendu á info@katlageopark.is

Umsóknareyðublað - Fyrirtæki sækir um leyfi til að nota merki Kötlu Jarðvangs og EGN (European Geoparks Network)
Samningur - Leyfi fyrirtækis til að nota merki Kötlu Geopark og EGN 
Verklagsreglur og skilyrði vegna samninga

Árgjaldið fyrir þátttöku er hóflegt í þessum fyrstu áföngum, eða 12.000 kr. Fundir eru haldnir árlega með jarðvangsfyrirtækjunum eða þegar þörf þykir.
Taka fyrirtækin okkar virkan þátt í ákvarðanatöku og eiga fulltrúa ásamt varafulltrúa í stjórn jarðvangsins; Björgu Árnadóttur (Midgard Adventures og Midgard Base Camp), ásamt Æsu Guðrúnardóttur sem sinnir hlutverki varafulltrúa (Farfuglaheimilið Norður Vík og Zipline Adventures). Með þessu og aðild að jarðvangnum sem formlegt jarðvangsfyrirtæki, viljum við skapa grundvöll fyrir aukinni samvinnu þar sem við hjálpumst að í jákvæðri þróun svæðisins, að nýta auðlindir svæðisins á sjálfbæran hátt, ábyrgri ferðamennsku og viðhalda gæðum svæðisins fyrir komandi kynslóðir, svo eitthvað sé nefnt. Gildi UNESCO fara samhliða því að gerast formlegur aðili að jarðvangnum og er þetta hvatning fyrir alla að auka verðmæti okkar einstöku náttúru og afurða.  

Jarðvangsfyrirtækin í Kötlu Jarðvangi:

Við erum einstaklega stolt af jarðvangsfyrirtækjum í Kötlu Jarðvangi. Markmið Kötlu Jarðvangs er að auka jarðferðamennsku (geo-tourism) innan jarðvangsins ásamt því að gefa fyrirtækjunum tækifæri að vera með í glæsilegri stefnu og gildum alþjóðlegra UNESCO Jarðvanga.

Fyrirtækin:
Midgard Adventures & Base Camp

Eldstó Art Café

Eldhraun Holiday Homes & Guesthouse

Hótel Laki

Icelandair Hótel Klaustur

Lava Centre - Hvolsvelli

Lindarfiskur

Nonna og Brynjuhús - Þykkvabæjarklaustri

Þorvaldseyri

Asgard Beyond

Volcano Huts

Norður-Vík / ZipLine

Icelandic Lava Show

 


Midgard Logo Web
Ezgifcom Webp To Png 121317492 1523024407765533 6678088625754853392 N

Eldhraun Holiday Homes Guesthouse

Asgard Logo 01

Lavacentre

Eldsto Art Cafe Logo Bl 1Finally Found My New Home 


Þorvaldseyri


Hotel Klaustur 02 01


LindarfiskurZipline Logo

Images