15. ágúst 2017

Samkomulag við Landgræðsluna

Við erum stolt af nýjasta samstarfsaðila okkar en Landgræðsla ríkisins og Katla jarðvangur undirrituðu í dag samkomulag með það að markmiði að auka, samhæfa og treysta samstarf stofnananna um sameiginleg verkefni. Tilgangur samstarfsyfirlýsingarinnar er að ná fram samlegðaráhrifum með auknu samstarfi og gagnkvæmum stuðningi stofnananna við þau verkefni sem snúa að land- og náttúruvernd. 
Sérstök áhersla er lögð á vernd og uppbyggingu gönguleiða og áningastaða innan Kötlu jarðvangs og að nýta afurðir ASCENT, verkefnis sem Landgræðslan er aðili að ásamt Skaftárhreppi. 
Samstarfsyfirlýsingin er í samræmi við markmið og tilgang laga um landgræðslu og samþykktir (skipulagsskrá) Kötlu jarðvangs, sbr. einnig bækling UNESCO um hnattræna UNESCO jarðvanga frá 2016 (útgefinn á íslensku af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 2017).

Twitter Facebook
Til baka