07. júlí 2017

Undirritaður samningur um stuðning stjórnvalda við Kötlu Jarðvang

Brynja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu Jarðvangs, og Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra hafa undirritað samning um stuðning ráðuneytisins við þróun og uppbyggingu jarðvangsins. Samningurinn er til fimm ára.

Samkvæmt samningnum hlýtur Katla Jarðvangur fjárhagslegan stuðning stjórnvalda í fimm ár með það að markmiði að stuðla að aukinni vernd náttúru- og menningarminja, uppbyggingu innviða, aukinni fræðslu og stefnumótun fyrir jarðvanginn. Þá er stuðningum ætlað að tryggja að Katla Jarðvangur haldi UNESCO vottun sinni.

Í framhaldinu verður skipaður samráðshópur sem í sitja fulltrúar Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Minjastofnunar Íslands auk Kötlu Jarðvangs.

Twitter Facebook
Til baka