15. maí 2017

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Kötlu Jarðvang

Fyrsti fundur við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar (DMP) fyrir Kötlu Jarðvangs var haldinn í Hvolnum, Hvolsvelli í síðustu viku. Áhersla þessa fundar var áskoranir og tækifæri fyrir sjálfbært afþreyingar landslag í Jarðvanginum. Rætt var um núverandi ástand ferðamennsku, umhverfisáhrif vegna þess og áskoranir sem svæðið stendur frammi fyrir. Um tuttugu hagsmunaaðilar frá þremur sveitarfélögum mættu á fundinn og tóku þátt í umræðunum. Hollenska fyrirtækið NOHNIK Arcitecture & Landscapes vinnur að gerð DMP fyrir Jarðvanginn. 

Twitter Facebook
Til baka