06. maí 2014

Staðarleiðsögn í Kötlu jarðvangi - Útskrift

Laugardaginn 26. apríl 2014 brautkráðust 22 Staðarleiðsögumenn í Kötlu jarðvangi eftir að hafa lokið framhaldsnámskeiði í staðarleiðsögninni. Við athöfnina í Hótel Önnu á Moldnúpi fluttu þau Snorri Baldursson þjóðgarðsvörður og Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur fróðleg erindi, annars vegar um Landnám og þróun gróðurs í Kötlu jarðvangi og hins vegar um fornleifauppgröftinn í Koti á Rangárvöllum. Steingerður Hreinsdóttir rekstrarstjóri jarðvangsins afhenti síðan viðstöddum útskriftarnemum skírteini sín. Til hamingju Staðarleiðsögumenn Kötlu jarðvangs!

Twitter Facebook
Til baka