06. maí 2014

Jarðvangsvikan 2014

Árleg jarðvangsvika var haldin í jarðvanginum Kötlu frá 21.-27. apríl sl. Að venju var dagskráin vegleg eins og sjá má á www.katlageopark.is.  Stór hluti af þeim ferðum sem voru í boði í þetta sinni voru lokaverkefni námskeiðsins Staðarleiðsögn á jarðvangi II sem er 72 stunda námskeið í tveimur hlutum og haldið var í samvinnu á milli Kötlu jarðvangs, Háskólafélags Suðurlands og Fræðslunets Suðurlands. 22 staðarleiðsögumenn Kötlu Jarðvangs voru útskrifaðir laugardaginn 26. apríl en útskriftarhátíð var haldin á Hótel Önnu undir Eyjafjöllum.

Þátttaka í jarðvangsvikunni var góð en hún byrjaði á annan dag páska með göngu á Hafursey en í hana mættu 22 einstaklingar og einn hundur. Í göngu á þríhyrning komu 25 mann og 3 hundar og í sælkeragöngu um Reynishverfið í Mýrdal komu 18 manns. 16 manns fóru í fjórhjólaferð um Landbrotshóla, 8 tóku þátt í kvöldgöngu á Hjörleifshöfða, 6 spásseruðu um Hvolsvöll og 7 gengu ástarbrautina á Klaustri.

Í Költu jarðvangshlaupið var tvöföldunn frá því í fyrra – en 12 manns tóku þátt í þetta skiptið. Það var mikil ánægja með hlaupið og allt bendir til þess að það eigi bara eftir að halda áfram að tvöfaldast á milli ára.

Farið var í göngu á Lómagnúp en þangað mættu 13 manns og hljómsveitin Mono Town dró að sér yfir 50 manns alla leið á Kirkjubæjarklaustur enda tveir af meðlimum hljómsveitarinnar frá Klaustri.

 

Hér eru nokkrar myndir frá jarðvangsvikunni

Ganga á Hafursey

Ganga á Hafursey

Tónleikar með Mono Town

Ferð um Landbrotshóla

Ganga um Kirkjubæjarklaustur

Kötlu jarðvangshlaup 2014

Ganga á Hjörleifshöfða

 

Fleiri myndir má sjá á facebook síðu okkar www.facebook.com/katlageopark

Twitter Facebook
Til baka