08. mars 2014

Rafvæðing í Vestur-Skaftafellssýslu í upphafi 20. aldar

Laugardaginn 22 febrúar, kl. 13-18 verður haldið námskeið um rafvæðingu Vestur-Skaftafellssýslu og þátt hugvitsmanna í héraðinu á Hótel Geirlandi. Farið verður yfir helstu áhrifavalda og aðstæður við rafvæðingu í Vestur-Skaftafellssýslu á síðustu öld; samspil manns og náttúru. Spáð verður í hluti eins og: hvað var til staðar – hvaða hindranir voru í veginum – hver var neistinn? Skoðað verður samhengi við vistvæna þróun orkugjafa og sjálfbærni hugtök dagsins í dag, hver og hvort slíkt frumkvöðlastarsemi geti gerst aftur?

Einnig verða sýndar ljósmyndir bæði nýjar og gamlar af virkjunum sem reistar voru og farin verður vettvangsferð á slóðir hugvitsmanna og virkjanastaði.

Námskeiðið flytja: Þórólfur Árnason verkfræðingur og Anna Gyða Gunnlaugsdóttirhjúkrunarfræðingur og ljósmyndari

Staður: Hótel Geirland

Verð: 3000 krónur, kaffiveitingar innifaldar

Skráning fer fram hjá Steinunni hjá Fræðslunetinu í síma 560-2038, steinunnosk@fraedslunet.is eða á heimasíðu Fræðslunetsins www.fraedslunet.is . 

Nánari upplýsingar í síma 8570634 (Rannveig) eða á netföngunum rannveig@katlageopark.is  og  jonabjork@katlageopark.is

Twitter Facebook
Til baka