28. janúar 2014

Staðarleiðsögunámskeið í jarðvangi II

Námskeið á vegum Kötlu jarðvangs og Háskólafélags Suðurlands

Katla jarðvangur auglýsir Staðarleiðsögn í jarðvangi II. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Háskólafélag Suðurlands og Fræðslunetið og styrkt af Evrópusambandinu.

Námskeiðið er framhald af Staðarleiðsögn í jarðvangi I sem haldið var vorið 2011 og haustið 2013, og hefst laugardaginn 8. febrúar næstkomandi kl 11-15 á Hvolsvelli.

Í framhaldi verða haldnir fyrirlestrar eitt kvöld í viku kl. 19-21.30 sem sendir verða með fjarfundarbúnaði á Klaustur, Vík, Hvolsvöll og Selfoss. Að þessu sinni verður fjallað um tækni í gönguleiðsögn, skipulagsmál á ferðamannastöðum, stýringu ferðamanna, hálendisvegi, náttúrutúlkun, fræðandi ferðamennsku og margt fleira. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi lokið Staðarleiðsögn í jarðvangi I eða sambærilegu námi.

Námskeiðið er alls 36 kennslustundir. Námskeiðið er niðurgreitt af IPA styrk Háskólafélagsins og er námskeiðsgjaldið því aðeins 15.000 kr.
Innritun fer fram hjá Fræðslunetinu í síma 560 2030 eða í tölvupósti, steinunnosk@fraedslunet.is. Gefa þarf upp nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Fræðslunetsins (www.fraedslunet.is) eða í síma 8570634 (Rannveig) og á netfangið rannveig@katlageopark.is 

Tími: Tveir laugardagar kl 11-15 og fimm miðvikudagskvöld kl 19-21.30 frá 8. febrúar til 18. mars
Staður: Fjarfundur og staðnám, Selfoss, Vík, Klaustur og Hvolsvöllur.
Verð: 15.000

Skrá mig á þetta námskeið

Twitter Facebook
Til baka