08. desember 2013

Námskeið um íslenskar sagnir og þjóðtrúarhefð

Júlíanna Þóra Magnúsdóttir þjóðfræðingur og doktorsnemi í sagnamenningu og þjóðtrú fer í grunn að íslenskum sögnum og þjóðtrúarhefð. Telur til elstu dæmi sagna og þjóðtrúarefni og tengsl við önnur lönd. Farið verður í helstu efnisflokka íslenskra þjóðsagna á 19. og 20. öld, sérkenni þeirra og tengsl. Í lokin er áherslan á svæðisbundna sagnahefð og upplýsingaöflun um hana. Kennt í fjarfundi, ýmist sent út frá Kirkjubæjaklaustri eða Hvolsvelli. Þrjú köld í desember, alls 6-8 stundir.

Námskeiðið verður mánudaginn 9. des, miðvikudaginn 11. des og mánudaginn 16. des frá 20:00 til 22:30. Þrír tímar á hverju kvöldi alls 9 tímar.

Sent er út í fjarfundabúnaði alla dagana og stefnt er að því að þann 9. og 16. verði sent út frá Hvolsvelli en þann 11. verði sent frá Kirkjubæjarklaustri.

Nánari upplýsingar í síma 8570634 (Rannveig) eða á netfanginu rannveig@katlageopark.is

Tími: 9., 11. og 16. desember
Staður: Fjarfundur, Hvolsvöllur og Klaustur
Verð: 4.000
Leiðbeinandi: Júlíanna Þóra Magnúsdóttir

Skráning hjá Steinunni hjá Fræðslunetinu í síma 560 2038 eða steinunnosk@fraedslunet.is

Twitter Facebook
Til baka