Námskeið um norðurljós
Snævarr Guðmundsson náttúrulandfræðingur og sérfræðingur á Náttúrustofu Suðausturlands verður með tveggja kvölda námskeið um norðurljós. Á námskeiðinu fer hann meðal annars í sögulega norðurljósaatburði, fornar tilgátur um norðurljós, samspil sólar og sólvinda við segulsvið jarðar, tíðni norðurljósa og tengsl þeirra við virkni sólar. Í lokin verður fjallað um nokkur gagnleg atriði varðandi norðurljósaskoðun.
Nánari upplýsingar í síma 8570634 (Rannveig) eða á netfanginu rannveig@katlageopark.is
Tími: 12. og 20. nóvember kl. 20-22
Staður: Fjarfundur (Sent út frá Kirkjubæjarklaustri)
Verð: 3.000
Leiðbeinandi: Snævarr Guðmundsson
Innritun fer fram hjá Fræðslunetinu í síma 560 2030, í tölvupósti á steinunnosk@fraedslunet.is eða á heimasíðunni fraedslunet.is. Gefa þarf upp nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer.