01. júlí 2014

Gönguleiðakortin eru tilbúin

Katla jarðvangur hefur í vetur unnið að gerð gönguleiðakorta fyrir svæðið. Kortin eru þrjú, af gönguleiðum í Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp.

09. maí 2014

Styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Í lok apríl var úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til ýmissa ferðamálaverkefna um allt land. Styrkjum var úthlutað til 50 verkefna, samtals 244 milljónum, til hönnunar og framkvæmda á ferðamannastöðum. Árangur umsækjanda fyrir verkefni á starfssvæði Kötlu jarðvangs var góður og koma alls tæpar 46 milljónir til skipulags og uppbyggingar áningarstaða á svæðinu.

06. maí 2014

Jarðvangsvikan 2014

Árleg jarðvangsvika var haldin í jarðvanginum Kötlu frá 21-27 apríl sl. Að venju var dagskráin vegleg eins og sjá má á www.katlageopark.is.

29. apríl 2014

Námskeið um fugla og fuglaskoðun

Katla jarðvangur stendur fyrir námskeiði ætlað öllu áhugafólki um fugla og fuglaskoðun. Markmið námskeiðsins er að kynna íslenskt fuglalíf, stöðu fugla í náttúru landsins, undirstöðuatriði fuglaskoðunar og fuglavernd á Íslandi. Farið verður yfir íslensku fuglafánuna, hvað einkennir hana og hvaða fugla helst sé að finna hér og hvernig best sé að greina þá. Farið verður yfir helstu fuglastaði á landinu, með sérstaka áherslu á jarðvanginn.

27. apríl 2014

Njáluslóðir

Sunnudaginn 27. apríl verður haldið á Njáluslóðir. Ferðin er á vegum Kötlu jarðvangs og er liður í jarðvangsvikunni sem stendur yfir dagana 21.-27. apríl. Einnig er ferðin hluti af námskeiðsröð jarðvangsins og Fræðslunetsins en er öllum opin jafn ungum sem öldnum.

08. mars 2014

Rafvæðing í Vestur-Skaftafellssýslu í upphafi 20. aldar

Laugardaginn 22 febrúar, kl. 13-18 verður haldið námskeið um rafvæðingu Vestur-Skaftafellssýslu og þátt hugvitsmanna í héraðinu á Hótel Geirlandi. Farið verður yfir helstu áhrifavalda og aðstæður við rafvæðingu í Vestur-Skaftafellssýslu á síðustu öld; samspil manns og náttúru.