31. október 2014

Vel heppnuð ráðstefna um fortíð, nútíð og framtíð Kötlu jarðvangs

Rúmleg fimmtíu manns sóttu ráðstefnu í Vík mánudaginn 27 október. Þar fóru starfsmenn Kötlu jarðvangs yfir stöðu og framtíðarmöguleika jarðvangsins og gerðu upp IPA verkefni Háskólafélagsins um uppbyggingu í jarðvanginum, sem núna er lokið. Auk þeirra komu fram margir áhugaverðir fyrirlesarar meðal annars Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur, starfsmenn annara íslenskra jarðvanga sem eru í burðarliðnum og fulltrúar ferðaþjónustunnar.

01. júlí 2014

Gönguleiðakortin eru tilbúin

Katla jarðvangur hefur í vetur unnið að gerð gönguleiðakorta fyrir svæðið. Kortin eru þrjú, af gönguleiðum í Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp.

09. maí 2014

Styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Í lok apríl var úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til ýmissa ferðamálaverkefna um allt land. Styrkjum var úthlutað til 50 verkefna, samtals 244 milljónum, til hönnunar og framkvæmda á ferðamannastöðum. Árangur umsækjanda fyrir verkefni á starfssvæði Kötlu jarðvangs var góður og koma alls tæpar 46 milljónir til skipulags og uppbyggingar áningarstaða á svæðinu.

06. maí 2014

Jarðvangsvikan 2014

Árleg jarðvangsvika var haldin í jarðvanginum Kötlu frá 21-27 apríl sl. Að venju var dagskráin vegleg eins og sjá má á www.katlageopark.is.

29. apríl 2014

Námskeið um fugla og fuglaskoðun

Katla jarðvangur stendur fyrir námskeiði ætlað öllu áhugafólki um fugla og fuglaskoðun. Markmið námskeiðsins er að kynna íslenskt fuglalíf, stöðu fugla í náttúru landsins, undirstöðuatriði fuglaskoðunar og fuglavernd á Íslandi. Farið verður yfir íslensku fuglafánuna, hvað einkennir hana og hvaða fugla helst sé að finna hér og hvernig best sé að greina þá. Farið verður yfir helstu fuglastaði á landinu, með sérstaka áherslu á jarðvanginn.