28. janúar 2014

Staðarleiðsögunámskeið í jarðvangi II

Námskeið á vegum Kötlu jarðvangs og Háskólafélags Suðurlands Katla jarðvangur auglýsir Staðarleiðsögn í jarðvangi II. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Háskólafélag Suðurlands og Fræðslunetið og styrkt af Evrópusambandinu. Námskeiðið er framhald af Staðarleiðsögn í jarðvangi I sem haldið var vorið 2011 og haustið 2013, og hefst laugardaginn 8. febrúar næstkomandi kl 11-15 á Hvolsvelli.

21. janúar 2014

Námskeið í menningarlæsi

Á þessu námskeiði verður rætt um ólíka menningarheima, fjallað um spurninguna hvað er menning og hvernig birtist hún okkur. Megin áhersla námskeiðsins er á menningarlæsi, það er; hvernig stöndum við okkur sem einstaklingar erlendis?

21. janúar 2014

Vaxtarsprotar í Kötlu jarðvangi

Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður upp á 38 stunda námskeið þar sem farið er í rekstur fyrirtækja með áherslu á þróun hugmynda, markaðssetningu, stjórnun og fjármál. Þátttakendur vinna með eigin viðskiptahugmyndir eða breytingar í starfandi fyrirtækjum. Unnið er í samstarfi við atvinnuþróunarfélög og aðra aðila úr stoðkerfi atvinnulífsins á viðkomandi svæði. Námskeiðið er ætlað öllum óháð eðli viðskiptahugmynda, atvinnugreina eða reynslu þátttakenda á sviði atvinnurekstrar.

08. desember 2013

Námskeið um íslenskar sagnir og þjóðtrúarhefð

Farið verður í helstu efnisflokka íslenskra þjóðsagna á 19. og 20. öld, sérkenni þeirra og tengsl. Í lokin er áherslan á svæðisbundna sagnahefð og upplýsingaöflun um hana. Kennt í fjarfundi, ýmist sent út frá Kirkjubæjaklaustri eða Hvolsvelli. Þrjú köld í desember, alls 6-8 stundir.

19. nóvember 2013

Námskeið um veðurfar í Kötlu jarðvangi

Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur og forstöðumaður á Náttúrstofu Suðausturlands fjallar um staðbundið veður á svæðinu, ný og gömul veðurmet og fleira. Kristín mun kenna á Kirkjubæjarklaustri og senda út með fjarfundarbúnaði til Víkur, Hvolsvallar og Selfoss

08. nóvember 2013

Námskeið um norðurljós

Snævarr Guðmundsson náttúrulandfræðingur og sérfræðingur á Náttúrustofu Suðausturlands verður með tveggja kvölda námskeið um norðurljós. Á námskeiðinu fer hann meðal annars í sögulega norðurljósaatburði, fornar tilgátur um norðurljós, samspil sólar og sólvinda við segulsvið jarðar, tíðni norðurljósa og tengsl þeirra við virkni sólar.

05. október 2013

Öryggi í Óbyggðum

Starfsmenn frá South Iceland Adventure á Hvolsvelli fjalla um helstu atriði í fjallamennsku og rötun. Farið verður í grunnatriði í kortalestri og GPS ásamt útbúnaði og næringu á fjöllum. Námskeiðið verður í fjarfundi og ein verkleg æfing við Hvolsvöll.

12. september 2013

Staðarleiðsögn á jarðvangi I

Sameiginlegt leiðsögunámskeið Kötlu jarðvangs, Háskólafélags Suðurlands og Fræðslunetsins hefst laugardaginn 28. september með sameiginlegum fræðslufundi. Næstu sex miðvikudagskvöld verða fyrirlestrar á Selfossi sem sendir verða með fjarfundarbúnaði til Hvolsvallar,