Steinahellir er undir Eyjafjöllum, um 36 km frá Hvolsvelli. Steinahellir var þingstaður Eyfellinga í 82 ár, frá 1820 - 1902. Hellirinn er af náttúrunnar hendi en var þó líklegast stækkaður af mannavöldum. Margar sögur eru til af Steinahelli, sögur af huldufólki og uppreisnum.

Steinahellir hefur þó ekki einungis komið til nota sem bústaður huldufólks: Árið 1888 þurfti heimilisfólk á Steinum að leita skjóls í hellinum eftir grjóthrun mikið sem olli miklum skaða á bænum. Hann hefur þar að auki verið notaður sem fjárhús og vélageymsla. Áberandi er hve mikið af tófugrasi er í loftinu á hellinum, að slíta það kann víst ekki góðri lukku að stýra enda undir verndarvæng álfa.

Steinahellir er friðlýstur.

Sjá á korti

63.546833520, -19.724708847|Steinahellir|Jarðfræði og menning|/media/1713/Steinahellir.jpg?w=250&h=109&mode=crop|/jardvaettin/steinahellir/