Verslunarhús var reist við Skaftárós árið 1920 en vöruflutningar austur með söndum hófust vorið 1918 með vélbátnum Skaftfellingi. Húsið var 100 m2fm að grunnfleti, kjallari og tvær hæðir. Það var notað næstu 22 árin en þá var það rifið og efnið nýtt til að byggja verslunarhús á Klaustri. Hluta verslunarhússins var breytt í skýli fyrir skipreka menn. Á þessum slóðum hafa orðið mörg skipsströnd og liggja skipsflök grafin í strandlengjunni með öllu Meðallandinu. Við Skaftárós stendur viti sem reistur var árið 1953.

Sjá á korti

63.658131666, -17.820066504|Skaftárós|Jarðfræði og menning|/media/1455/Medallandsfjara_300110-168_Íbí2012.jpg?w=250&h=109&mode=crop|/jardvaettin/skaftaros/