Meðallandssandur eða Meðallandsfjörur eru gríðarlega víðfeðmir svartir sandar sem ná allt frá Kúðafljóti í vestri og til Eldvatns í austri. Fjörurnar hafa jafnan verið kallaðar kirkjugarður skipa, og víst er að hvergi á Íslandi hafa jafn mörg skip strandað eins og þar. Þá voru fjörurnar gjöfular af járni og öðrum efnivið sem nýttur var til smíða í þessari áður einangruðu sveit Bjarni Runólfsson vann mikið hrautryðjendastarf í rafstöðvarsmíði á árunum upp úr 1920 þegar hann reisti rafstöðvar víða hér í sveit og síðar um allt land. Efniviður í túrbínurnar var jafnan járn úr strönduðum skipum á Meðallandsfjörum sem dregið var að með ærnu erfiði og oft nokkurri áhættu.

Sjá á korti

63.506847287, -18.098789273|Meðallandssandur|Jarðfræði og menning|?w=250&h=109&mode=crop|/jardvaettin/medallandssandur/