Kúðafljót er ein af mestu jökulám landsins og í raun samsafn fjölda vatnsfalla af stóru vatnasvæði. Upphaf Kúðafljóts telst vera þar sem Hólmsá, Tungufljót og stór hluti Eldvatns mætast þar sem heitir Flögulón, skammt norðan þjóðvegs, og rennur þaðan til suðurs, milli Álftavers og Meðallands og til sjávar á Meðallandssandi. Kúðafljót varð fyrst brúað árið 1993 en það þótti mikil samgöngubót.
Sjá á korti

63.526296712, -18.275939152|Kúðafljót|Jarðfræði og menning|?w=250&h=109&mode=crop|/jardvaettin/kudafljot/