Hverfisfljót á upptök sín við Síðujökul, nálægt Lakagígum, en nokkru austar en Skaftá. Lítið sem ekkert bergvatn rennur út í fljótið á leið þess til sjávar, enda þverár bæði fáar og smáar, en margar smáar jökulkvíslar falla í fljótið uppi við jökul. Fyrir Skaftárelda rann fljótið milli Hnútu og Miklafells í gljúfri og kvíslaðist svo um aura og sanda, en eftir gosið fyllti hraunið gljúfrið og Hverfisfljót fékk fastan farveg  og gróðurlendi breiddist yfir hina fornu aura meðfram hraunröndinni. 

Sjá á korti

63.890546356, -17.721965150|Hverfisfljót við Eldvatnstanga|Jarðfræði og menning|/media/1360/foss-austan-hnútu.jpg?w=250&h=109&mode=crop|/jardvaettin/hverfisfljot-vid-eldvatnstanga/