Svartinúpur var heiðarbýli í Skaftártungu sem fór í eyði í Kötlugosinu 1918. Svartinúpur var í um 273 metra hæð yfir sjávarmáli en aðeins lítill hluti íslenskra bæja hafa staðið ofan 100 metrum yfir sjó. Bærinn stóð sunnan við Svartanúp, í daglegu tali Núpurinn, sem bærinn dregur nafn af. Þetta eru einkennilegir þverhníptir blágrýtishamrar og Skaftá fellur svo rétt austan við Núpinn. Skammt frá Svartanúp eru tveir hólar, Fremri-Hrafn og Ytri-Hrafn og saman eru þeir kallaðir Hrafnar.

Sjá á korti

63.813848118, -18.556724739|Hrafnar, Svartinúpur|Jarðfræði og menning|?w=250&h=109&mode=crop|/jardvaettin/hrafnar-svartinupur/