Dyrhólaey er 510 hektara móbergsstapi í Mýrdal sunnan Mýrdalsjökul og er syðsti tangi landsins. Eynni er oft skipt í tvennt, Háey vestan til sem er úr móbergi og Lágey að austan sem að meginstofni er úr grágrýti. Suður úr Dyrhólaey er mjór bergrani, um 100 m á hæð, með lóðréttum hamraveggjum frá hafi og upp á brún. Þar er gatið eða dyrnar sem eyjan dregur nafn sitt af. Dyrhólaey myndaðist á síðasta hlýskeiði ísaldartímans  við neðansjávargos sem hagaði sér líkt og Surtseyjargosið og er talin vera um 100 þúsund ára gömul.  Í Dyrhólaey er mikilvægt fuglavarp og hefur svæðið verið friðað síðan 1978.

Verndar- og stjórnunaráætlun má nálgast hér.

Sjá á korti

63.40751,-19.127626|Dyrhólaey|Jarðfræði og menning|/media/1305/Reynisfjara-og-Dyrhólaey_Bárður-og-Hulda2012.jpg?w=250&h=109&mode=crop|/jardvaettin/dyrholaey/