Volcano Hotel er eitt minnsta sveitahótelið á Íslandi.  Hér eru einungis 7, en rúmgóð og fallega hönnuð herbergi. 

Öll herbergi eru með sér baðherbergi og sturtu, stórum og góðum rúmum, gæða dúnsængum og koddum og um allt hótel er frítt þráðlaust aðgengi að interneti (wi-fi). Fjölskyldur eru sérstaklega velkomnar á Volcano Hotel, en við höfum rúmgóð fjölskylduherbergi, sem taka allt að fimm manns.  

Volcano Hotel býður þér einstaklega notalegt andrúmsloft og stutt er í allar helstu náttúrperlur við suðurströndina og þá eru einungis um 12 km til þorpsins í Vík.

 

Við bjóðum einnig upp á úrval skoðunarferða ýmist jeppaferðir eða gönguferðir, eða sérsniðar ferðir ef þess er óskað.

Við bjóðum þig og þína hjartanlega velkomna á Volcano Hotel.

Sjá á korti

63° 26,205′N / 19° 9,817′W|Volcano Hótel|Hotel|/media/42022/VolcanoHotel_Room.jpg?w=250&h=109&mode=crop|/gisting/volcano-hotel/