Ferðaþjónustan að Hunkubökkum hefur upp á að bjóða fimm tveggja eininga smáhýsi með lítilli verönd. Herbergin eru með og án sérbaðherbergis. Þau eru öll tveggja - til þriggja manna. Einnig eru herbergi heima á bæ. Boðið er upp á eldunaraðstöðu ef óskað er. Húsin standa aðeins fáeina metra frá þjónustuhúsi og því stutt að fara ef morgun- og kvöldverðar er óskað.

Veitingaaðstöðuna að Hunkubökkum er að finna í viðbyggðu sólhúsi sem tekur 30 manns í sæti,auk hliðarsalar sem tekur 10-20 manns. Þar er borinn fram morgun- og kvöldverður fyrir gesti eftir pöntun. Í veitingasalnum eru í boði vínveitingar.

Umhverfi Hunkubakka er rómað fyrir náttúrufegurð og milt veðurfar.
Þar eru óþrjótandi möguleikar fyrir náttúruunnendur að sjá eitthvað nýtt enda andstæður miklar í náttúrunni. Mikið er um athyglisverðar gönguleiðir í grenndinni, og fallegt útsýni, mikið fuglalíf er á svæðinu.

Sjá á korti

63.768282,-18.133156|Hunkubakkar á Síðu|Cottages,Guesthouse,farm holidays|/media/1026/Hunkubakkar.png?w=250&h=109&mode=crop|/gisting/hunkubakkar-a-sidu/

Fleiri möguleikar