Hótel Vík í Mýrdal er nýtt hótel, byggt 2013. Hótelið er staðsett á frábærum stað í Vík í Mýrdal og hefur yfir frábæru útsýni að ráða út yfir fjöruna og Reynisdranga. Hótelið býður upp á 36 tveggja manna herbergi sem öll hafa sér baðherbergi, sjónvarp, síma og kaffi og te bakka. Við bjóðum einnig upp á þráðlaust net í öllu húsinu.

 

Hótelið er nálægt öllum helstu náttúruperlum suðurlands s.s. Reynisdröngum, Reynisfjöru, Dyrhólaey, Sólheimajökli, Skógarfossi og Seljalandsfossi. 

Einnig er fjölbreytt afþreying í boði á svæðinu í kring s.s. Jeppaferðri, snjósleðaferðir, fjórhjólaferðir, bátsferðir, hestaleigur og golf. Inni í Vík er sundlaug með heitum potti og sauna.

 

Starfsfólk Hótel Vík leggur sig fram um að veita góða þjónustu og aðstoða fólk við að skipuleggja hina fullkomnu daga á svæðinu í kring hvort sem hugur liggur til afþreyingar eða náttúruskoðunar.

 

Velkomin á Hótel Vík í Mýrdal

  • 4444840

Sjá á korti

63° 25,155′N / 19° 0,062′W|Hótel Vík í Mýrdal|Hotel|/media/1020/Hotel-edda.png?w=250&h=109&mode=crop|/gisting/hotel-vik-i-mýrdal/