-Hótel Fljótshlíð er notalegt sveitahótel í miðri Fljótshlíðinni. Hótelið telur 14 herbergi með sér baðherbergi, með hita í gólfum og öllum helstu þægindum. Hvert herbergi er 22 fermetrar að stærð. Sjónvörp í herbergjum eru tengd gervihnattadisk og unnt er kaupa aðgang að þráðlausu Neti í alrými. Morgunverður er innifalinn í verði.
-Að Smáratúni er gistiheimili þar sem hægt er að fá gistingu í herbergjum með sameiginlegu baðherbergi. Herbergin eru ýmist eins-, tveggja- eða fjögurra manna. Gestir hafa aðgang að sameiginlegri eldunaraðstöðu og matsal. Auk þess er hægt að nýta sér alla þjónustu í veitingastað Hótels Fljótshlíðar.
-Að Smáratúni eru tvær stærðir sumarhúsa til leigu. Þau eru með fullbúnu eldhúsi, sjónvarpi, útvarpi og DVD spilara. Á sólpalli við hvert hús stendur heitur pottur, gasgrill og garðhúsgögn. Sængur og koddar fylgja húsunum. Gæludýr eru ekki leyfð.
-Fimm 3-4ra manna smáhýsi eru að Smáratúni. Öll húsin eru 15 m2 að stærð og í þeim er tvíbreitt rúm og tvær kojur eða einbreitt rúm. Lítill borðkrókur er í húsunum, sjónvarp, Internettenging, baðherbergi með sturtu og húsunum fylgja sængur og koddar. Þar að auki njóta gestir aðgangs að fullbúinni sameiginlegri eldunaraðstöðu í matsal og heitum potti í skjólgóðum garði. Gæludýr eru ekki leyfileg í smáhýsunum.

Sjá á korti

63.724734,-20.013449|Hótel Fljótshlíð|Cottages,Camping,farm holidays|/media/15027/Smaratun.jpg?w=250&h=109&mode=crop|/gisting/hotel-fljotshlid/

Fleiri möguleikar