Gistihús ARCANUM er staðsett við rætur Mýrdalsjökuls og í næsta nágrenni við allar náttúru perlur Suðurlandsins.

Gistihúsið var opnað sumarið 2013 við Ytri Sólheima 1. Gistihús Arcanum rúmar 24 persónur í 8 herbergjum, tilvalin fyrir bæði einstaklinga og pör, fjölskyldur og minni hópa. Herbergin eru rúmgóð og nýmóðins innréttingar og þægileg rúm gera þau hin glæsilegustu. Herbergin skiptast í 6 x tveggja manna / einstaklings herbergi, 1 x fjögurra manna herbergi (tvíbreytt rúm og koja) og 1 x sex manna herbergi með sér setustofu, tilvalið fyrir fjölskyldu.

Gistihúsið er rekið af afþreyingafyrirtækinu Arcanum og hafa því gestir tækifæri á að nýta sér ferðir fyrirtækisins en meðal annars er boðið upp á snjósleðaferðir og jeppaferðir á Mýrdalsjökul, jeppa- og fjórhjólaferðir á Sólheimasandi og eldfjallaferðir á Fimmvörðuháls og Eyjafjallajökul.

Eftir ævintýralegan dag á suðurströndinni er tilvalið að kúra sig í kotið okkar.

 

Sjá á korti

63.494818, -19.327646|Arcanum Gistiheimili|Guesthouse|/media/19642/Arcanum-Guesthouse.jpg?w=250&h=109&mode=crop|/gisting/arcanum-gistiheimili/