Drumbabót er við eyrar Þverár í Fljótshlíð, um 9 kílómetra frá Hvolsvelli. Þar eru skógarleifar sem hafa síðustu öldina verið að birtast úr sandinum. Þetta er 100 hektara svæði af ævafornum birkitrjám (Betula pubescens) sem eru samkvæmt aldursgreiningum um 1200 ára gömul (755-830 e. Krist.  Árhringjatal sýnir að trén hafi flest verið 70-100 ára gömul og talið að trén hafi drepist  í jökulhlaupi, líklegast úr Mýrdalsjökli af völdum Kötlu. Drumbabót er í um 45 kílómetra fjarlægð frá jaðri Mýrdalsjökuls svo hægt er að segja að hlaup þetta hafi verið gríðarlegt.

Sjá á korti

63.71181190118136, -20.1159791389017|Drumbabót|Jarðfræði|/media/1290/Þríhyrningur-frá-Drumbabót_Jaana-Marja-Rotinen2012.jpg?w=250&h=109&mode=crop|/afangastadir/drumbabot/